Velkomin á Gistiheimilið Skólabrú

Bókaðu á netinu núna!

Herbergin okkar

Á gistiheimilinu eru 12 herbergi

3 single rooms | 8 twin rooms | 1 family room 3-4 beds

Um gistiheimilið

Gistihúsið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1912 en það er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, við hlið Alþingishússins. Aðstaðan býður upp á 12 herbergi og sameiginlegan aðgang að baðherbergis- og eldhúsaðstöðu.

Engin gestamóttaka er á gistihúsinu. Þráðlaus nettenging er í boði fyrir hótelgesti þeim að kostnaðarlausu. Stutt er í alla þjónustu, t.d. banka, matvöruverslanir, veitingastaði, kaffihús eða bari en Laugavegurinn er í innan við 5 mínútna göngufæri.

Krafist er fyrirframgreiðslu með kreditkorti við bókun. Gestir geta innritað sig eftir kl. 14:00 en yfirgefa þarf herbergi fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi. Vinsamlegast athugið að gistiheimilið er reyklaust.

Samgöngur

Bílastæði á vegum Reykjavíkurborgar eru í grennd við gistiheimilið. Upplýsingar varðandi rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli má nálgast á eftirfarandi vefsíðu:

Upplýsingar um rútuferðir